Fréttir



  • Lavigne Du Cadet Laurent

GAMMA ræður forstjóra í Bandaríkjunum

11.5.2017 Starfsemi

Með opnun skrifstofu í New York verður GAMMA með starfsemi í tveimur af stærstu fjármálamiðstöðvum heims.

GAMMA Capital Managment hefur ráðið Laurent Lavigne du Cadet til að stýra starfsemi félagsins í Bandaríkjunum. 

Lavigne du Cadet hefur yfir tveggja áratuga stjórnunarreynslu úr fjármálaheiminum og hefur starfað í Bandaríkjunum, Evrópu og Mið-Austurlöndum. Hann starfaði nú síðast sem ráðgjafi hjá stærstu lögmannsstofu í heimi, Dentons. Áður var hann meðal annars aðstoðarforstjóri Taylor-DeJongh, ráðgjafarfyrirtækis í Bandaríkjunum, forstjóri eignastýringarfyrirtækisins Amwal í Qatar, framkvæmdastjóri Dubai Islamic Bank og framkvæmdastjóri hjá Alternative Finance Partners í London. 

Stefnt er að opnun skrifstofu GAMMA í New York síðar á þessu ári, en þar verður meðal annars lögð áhersla á fyrirtækjaverkefni og sjóði sem munu fjárfesta í fasteignum og sérhæfðum útlánum. 

„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að hafa fengið Laurent Lavigne du Cadet til starfa hjá GAMMA í Bandaríkjunum. Bandaríska hagkerfið er það stærsta og öflugasta í heiminum og hyggst GAMMA aðstoða íslenska fjárfesta og fyrirtæki þar í landi. GAMMA opnaði sem kunnugt er skrifstofu í London fyrir tveimur árum og með opnun New York skrifstofunnar verður félagið því með starfsemi í tveimur af stærstu fjármálamiðstöðvum heimsins,” segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA.

„Það er mikill heiður fyrir mig að ganga til liðs við GAMMA og að fá tækifæri til að leiða rekstur félagsins í Bandaríkjunum. Vonandi get ég miðlað af þeirri þekkingu og reynslu sem ég hef aflað mér þar í landi á undanförnum árum. Ég hef mikla trú á viðskiptamódeli GAMMA og mun gera mitt besta til þess að vinna að langtímahagsmunum viðskiptavina félagsins,” segir Laurent Lavigne du Cadet. 

Senda grein