Fréttir



  • Gislihauksson-heimasida

GAMMA hefur starfsemi í New York á næsta ári

1.12.2016 Starfsemi

GAMMA Capital Management opnar skrifstofu í New York í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Skrifstofan í New York verður þriðja starfsstöð fyrirtækisins.

GAMMA Capital Management myn í byrjun næsta árs opna skrifstofu í New York í Bandaríkjunum. Aðalskrifstofa GAMMA er í Reykjavík og fyrir rúmlega ári hóf GAMMA starfsemi í London og fékk sú starfsstöð sjálfstætt starfsleyfi breska fjármálaeftirlitsins (Financial Conduct Authority) í ágúst á þessu ári.

Þessi áform eru hluti af þeirri stefnu GAMMA að bjóða upp á fjölbreytt fjárfestingartækifæri og eignadreifingu erlendis fyrir viðskiptavini sína. Gísli Hauksson, forstjóri og stofnandi GAMMA, segir markmiðið að aðstoða viðskiptavini við að fjárfesta erlendis hvort heldur er í sjóðum eða verðbréfum, auk þess sem GAMMA veitir alla ráðgjöf varðandi fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í Vesturheimi.

Ljóst er að mikill áhugi er erlendis á Íslandi, ekki síst í Bandaríkjunum og mun skrifstofa GAMMA aðstoða erlenda fjárfesta sem áhuga hafa á að fjáfesta á Íslandi. Til að aðstoða erlenda fjárfesta sem áhuga hafa á Íslandi hefur GAMMA  þegar sett upp sjóði á Írlandi, Iceland Macro Fund og Iceland Opportunity Fund, sem fjárfesta á Íslandi í verðbréfum, fyrirtækjum og fasteignum  og eru sjóðirnir gerðir upp í evrum og Bandaríkjadölum.

Gamma-19

„Öflug starfsemi í Bandaríkjunum er að mati okkar hjá GAMMA mikilvægur liður í að auka bæði fjölbreytni og dreifingu fjárfestinga sem viðskiptavinum okkar standa til boða. Sögulega hafa rík tengsl verið á milli Íslands og Bandaríkjanna. Við teljum að með stofnun skrifstofu í New York sé orðinn til vettvangur aukinnar beinnar fjárfestingar á milli landanna. Þá hefur ný skrifstofa í New York í för með sér tækifæri til aukins vaxtar hjá fyrirtækjaráðgjöf GAMMA,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA.

Senda grein