Fréttir



GAMMA aðalstuðningsaðili sýningar Ragnars Kjartanssonar í Listasafni Reykjavíkur

11.6.2017 Samfélagsmál

GAMMA Capital Management er aðalstuðningsaðili sýningarinnar Guð hvað mér líður illa, eftir Ragnar Kjartansson í Listasafni Reykjavíkur

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson heldur nú fyrstu safnsýningu sína á Íslandi eftir sigurför á erlendri grundu á undanförnum árum, nú síðast með einkasýningum í Barbican Centre í London og Hirshhorn safninu í Washington, DC. Sýningin, sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur í byrjun júní, ber yfirskriftina Guð, hvað mér líður illa, og er GAMMA er aðalstuðningsaðili hennar.

Gudhvadmerlidurilla„Það er okkur afar mikið ánægjuefni að geta tekið þátt í því með Listasafni Reykjavíkur að gera þessa glæsilegu sýningu að veruleika. Við hjá GAMMA höfum fylgst náið með ferli Ragnars Kjartanssonar, og meðal annars sýnt verk eftir hann í GALLERY GAMMA, og það hefur verið hreint stórkostlegt að sjá hversu miklum árangri hann hefur náð á alþjóðlegum vettvangi," segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA.

Senda grein